Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   fim 09. nóvember 2023 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason skráði sig á spjöld sögunnar: Ég sé ekki gallana við þetta
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mark skorað.
Mark skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er mjög svekkjandi að vera 2-1 yfir og fá tvö mörk á okkur á skömmum tíma, og víti sem var kannski ekki víti. Við vildum líka fá víti á undan. Ég er mjög svekktur," sagði Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 2-3 tap gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Mér langar ekki að segja að þetta hafi komið á óvart því við höfum alltaf trú á því að við munum gera eitthvað. Kannski kemur það á óvart þegar maður skorar tvö mörk á stuttum tíma."

Jason skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum en hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir íslenskt félagslið í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er alltaf frábær tilfinning (að skora) en það er leiðinlegt þegar það gefur okkur ekki þrjú stig, eða allavega ekki eitt stig," sagði Jason en hann skoraði bæði mörkin af harðfylgi.

„Maður þarf að skila sér inn í boxið til að vera þarna. Maður er sáttur með það."

Leikurinn var svo sannarlega ekki búinn eftir að Gent kemst í 2-3 en Breiðablik fékk færi til að jafna metin.

„Mér fannst við ná að liggja aðeins á þeim. Við eigum að gera betur í þeim stöðum sem við fáum til að jafna. Við þurfum að skoða stöðurnar aftur sem við fengum og gera betur í næsta leik," sagði Jason en hvernig finnst honum að vera í þessari keppni?

„Mér finnst þetta bara geggjað, að spila á þessu stigi er bara frábært. Maður tekur bara fríið í janúar. Ég sé ekki gallana við þetta," sagði Jason en kannski er eini gallinn að spila á frosnum Laugardalsvelli, eða hvað?

„Kannski, en það hentaði okkur örugglega aðeins betur en þeim."

Jason hefur trú á því að liðið muni sækja stig í næstu leikjum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner