Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
   fim 09. nóvember 2023 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason skráði sig á spjöld sögunnar: Ég sé ekki gallana við þetta
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mark skorað.
Mark skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er mjög svekkjandi að vera 2-1 yfir og fá tvö mörk á okkur á skömmum tíma, og víti sem var kannski ekki víti. Við vildum líka fá víti á undan. Ég er mjög svekktur," sagði Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 2-3 tap gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Mér langar ekki að segja að þetta hafi komið á óvart því við höfum alltaf trú á því að við munum gera eitthvað. Kannski kemur það á óvart þegar maður skorar tvö mörk á stuttum tíma."

Jason skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum en hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir íslenskt félagslið í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er alltaf frábær tilfinning (að skora) en það er leiðinlegt þegar það gefur okkur ekki þrjú stig, eða allavega ekki eitt stig," sagði Jason en hann skoraði bæði mörkin af harðfylgi.

„Maður þarf að skila sér inn í boxið til að vera þarna. Maður er sáttur með það."

Leikurinn var svo sannarlega ekki búinn eftir að Gent kemst í 2-3 en Breiðablik fékk færi til að jafna metin.

„Mér fannst við ná að liggja aðeins á þeim. Við eigum að gera betur í þeim stöðum sem við fáum til að jafna. Við þurfum að skoða stöðurnar aftur sem við fengum og gera betur í næsta leik," sagði Jason en hvernig finnst honum að vera í þessari keppni?

„Mér finnst þetta bara geggjað, að spila á þessu stigi er bara frábært. Maður tekur bara fríið í janúar. Ég sé ekki gallana við þetta," sagði Jason en kannski er eini gallinn að spila á frosnum Laugardalsvelli, eða hvað?

„Kannski, en það hentaði okkur örugglega aðeins betur en þeim."

Jason hefur trú á því að liðið muni sækja stig í næstu leikjum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner