Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fim 09. nóvember 2023 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason skráði sig á spjöld sögunnar: Ég sé ekki gallana við þetta
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mark skorað.
Mark skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er mjög svekkjandi að vera 2-1 yfir og fá tvö mörk á okkur á skömmum tíma, og víti sem var kannski ekki víti. Við vildum líka fá víti á undan. Ég er mjög svekktur," sagði Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 2-3 tap gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Mér langar ekki að segja að þetta hafi komið á óvart því við höfum alltaf trú á því að við munum gera eitthvað. Kannski kemur það á óvart þegar maður skorar tvö mörk á stuttum tíma."

Jason skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum en hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir íslenskt félagslið í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er alltaf frábær tilfinning (að skora) en það er leiðinlegt þegar það gefur okkur ekki þrjú stig, eða allavega ekki eitt stig," sagði Jason en hann skoraði bæði mörkin af harðfylgi.

„Maður þarf að skila sér inn í boxið til að vera þarna. Maður er sáttur með það."

Leikurinn var svo sannarlega ekki búinn eftir að Gent kemst í 2-3 en Breiðablik fékk færi til að jafna metin.

„Mér fannst við ná að liggja aðeins á þeim. Við eigum að gera betur í þeim stöðum sem við fáum til að jafna. Við þurfum að skoða stöðurnar aftur sem við fengum og gera betur í næsta leik," sagði Jason en hvernig finnst honum að vera í þessari keppni?

„Mér finnst þetta bara geggjað, að spila á þessu stigi er bara frábært. Maður tekur bara fríið í janúar. Ég sé ekki gallana við þetta," sagði Jason en kannski er eini gallinn að spila á frosnum Laugardalsvelli, eða hvað?

„Kannski, en það hentaði okkur örugglega aðeins betur en þeim."

Jason hefur trú á því að liðið muni sækja stig í næstu leikjum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner