Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 09. nóvember 2023 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason skráði sig á spjöld sögunnar: Ég sé ekki gallana við þetta
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mark skorað.
Mark skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er mjög svekkjandi að vera 2-1 yfir og fá tvö mörk á okkur á skömmum tíma, og víti sem var kannski ekki víti. Við vildum líka fá víti á undan. Ég er mjög svekktur," sagði Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 2-3 tap gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Mér langar ekki að segja að þetta hafi komið á óvart því við höfum alltaf trú á því að við munum gera eitthvað. Kannski kemur það á óvart þegar maður skorar tvö mörk á stuttum tíma."

Jason skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum en hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir íslenskt félagslið í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er alltaf frábær tilfinning (að skora) en það er leiðinlegt þegar það gefur okkur ekki þrjú stig, eða allavega ekki eitt stig," sagði Jason en hann skoraði bæði mörkin af harðfylgi.

„Maður þarf að skila sér inn í boxið til að vera þarna. Maður er sáttur með það."

Leikurinn var svo sannarlega ekki búinn eftir að Gent kemst í 2-3 en Breiðablik fékk færi til að jafna metin.

„Mér fannst við ná að liggja aðeins á þeim. Við eigum að gera betur í þeim stöðum sem við fáum til að jafna. Við þurfum að skoða stöðurnar aftur sem við fengum og gera betur í næsta leik," sagði Jason en hvernig finnst honum að vera í þessari keppni?

„Mér finnst þetta bara geggjað, að spila á þessu stigi er bara frábært. Maður tekur bara fríið í janúar. Ég sé ekki gallana við þetta," sagði Jason en kannski er eini gallinn að spila á frosnum Laugardalsvelli, eða hvað?

„Kannski, en það hentaði okkur örugglega aðeins betur en þeim."

Jason hefur trú á því að liðið muni sækja stig í næstu leikjum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner