Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fim 09. nóvember 2023 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason skráði sig á spjöld sögunnar: Ég sé ekki gallana við þetta
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Jason Daði skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mark skorað.
Mark skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er mjög svekkjandi að vera 2-1 yfir og fá tvö mörk á okkur á skömmum tíma, og víti sem var kannski ekki víti. Við vildum líka fá víti á undan. Ég er mjög svekktur," sagði Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir 2-3 tap gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

Breiðablik lenti snemma undir en svaraði því með að komast í 2-1 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fékk Gent heldur ódýra vítaspyrnu og jafnaði metin. Í kjölfarið kom sigurmarkið.

„Mér langar ekki að segja að þetta hafi komið á óvart því við höfum alltaf trú á því að við munum gera eitthvað. Kannski kemur það á óvart þegar maður skorar tvö mörk á stuttum tíma."

Jason skoraði bæði mörk Breiðabliks í leiknum en hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir íslenskt félagslið í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er alltaf frábær tilfinning (að skora) en það er leiðinlegt þegar það gefur okkur ekki þrjú stig, eða allavega ekki eitt stig," sagði Jason en hann skoraði bæði mörkin af harðfylgi.

„Maður þarf að skila sér inn í boxið til að vera þarna. Maður er sáttur með það."

Leikurinn var svo sannarlega ekki búinn eftir að Gent kemst í 2-3 en Breiðablik fékk færi til að jafna metin.

„Mér fannst við ná að liggja aðeins á þeim. Við eigum að gera betur í þeim stöðum sem við fáum til að jafna. Við þurfum að skoða stöðurnar aftur sem við fengum og gera betur í næsta leik," sagði Jason en hvernig finnst honum að vera í þessari keppni?

„Mér finnst þetta bara geggjað, að spila á þessu stigi er bara frábært. Maður tekur bara fríið í janúar. Ég sé ekki gallana við þetta," sagði Jason en kannski er eini gallinn að spila á frosnum Laugardalsvelli, eða hvað?

„Kannski, en það hentaði okkur örugglega aðeins betur en þeim."

Jason hefur trú á því að liðið muni sækja stig í næstu leikjum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner