Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 12:20
Elvar Geir Magnússon
Byrjað að rífa einn af HM leikvöngunum niður - Verður fluttur til Úrúgvæ
Verður spilað aftur á leikvangnum í Úrúgvæ?
Verður spilað aftur á leikvangnum í Úrúgvæ?
Mynd: Getty Images
Það er enn rúmlega vika eftir af HM en samt sem áður er byrjað að rífa einn af leikvöngum mótsins niður. Það er hinn sérstaki leikvangur 974 eða gámavöllurinn eins og hann er kallaður.

Um er að ræða einstakan leikvang sem reistur var til bráðabirgða við hafnarsvæðið í Doha og er samansettur úr 974 gámum.

Leikvangurinn verður fluttur til Úrúgvæ og verður mögulega notaður aftur á HM 2030! Úrúgvæ sækist eftir því að halda HM og hefur sent inn sameiginlega umsókn með Argentínu, Síle og Paragvæ.

Leikvangurinn er reistur með því að nota vottaða flutningagáma og stáleiningar. Hann tekur rúmlega 40 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner