Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Aldrei líkað vel við Darren Ferguson“
Darren Ferguson skemmdi gott augnablik
Darren Ferguson skemmdi gott augnablik
Mynd: Getty Images
Tyler Young situr á bekknum á meðan Ashley kemur inn á
Tyler Young situr á bekknum á meðan Ashley kemur inn á
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Jamie O'Hara segir Darren Ferguson, stjóra Peterborough, hafa eyðilagt fallegt augnablik föður og sonar í leik liðsins gegn Everton í gær.

Darren, sem er sonur skosku goðsagnarinnar Sir Alex, tók þá ákvörðun að setja hinn 18 ára gamla Tyler Young ekki inn á í leiknum gegn Everton.

Eina sem var talað um fyrir leikinn var möguleikinn á að skapa stórkostlegt augnablik fyrir Tyler og föður hans, Ashley, sem er á mála hjá Everton.

Ashley kom við sögu á 73. mínútu en Tyler fékk aldrei tækifærið til að spila gegn föður sínum.

„Hann hefði getað komist í sögubækurnar og gert eitthvað magnað fyrir félagið og strákinn. Hann gat sett hann inná og fært honum augnablik fyrir föður og son.“

„Fótboltaleikur er meira en bara fótboltaleikur og mér hefur eiginlega aldrei líkað vel við Darren Ferguson. Hann fer í taugarnar á mér.“

„Hann er á bekknum og Darren hefði alveg eins getað sett hann inn á, skapað söguna og gefið okkur eitthvað til að tala um, en hann setti hann ekki inn á. Staðan er 2-0 (var að vísu bara 1-0 þegar Ferguson kláraði skiptingarnar). Þegar það voru þrjár mínútur eftir hefði hann getað sagt honum að sækja treyjuna og hlaupa inná og skrifað söguna.“

„Þá fengi hann nokkrar mínútur til að spila með pabba sínum, því þetta tækifæri gefst aðeins einu sinni. Ég hefði setið þarna og hugsað: „Settu hann bara inná. Þetta er augnablik og mjög sérstakt augnablik fyrir einhvern“,“
sagði O'Hara við The Sports Bar.
Athugasemdir
banner
banner
banner