Darren Ferguson, stjóri Peterborough United, hefur varið ákvörðun sína um að nota ekki hinn unga og efnilega Tyler Young í 2-0 tapinu gegn Everton í enska bikarnum í gær.
Young, sem er 18 ára gamall, var á bekknum hjá Peterborough á meðan faðir hans, Ashley, var á bekknum hjá Everton.
Þarna var möguleiki á að skapa bæði fallegt og sögulegt augnablik í keppninni, en aldrei áður höfðu feðgar mæst í keppninni. Ashley kom inn af bekknum hjá Everton í seinni hálfleik en Ferguson ákvað að skemma augnablikið með að setja Tyler ekki inn á.
„Það var mjög erfitt fyrir mig að skilja Tyler eftir á bekknum. Ég vildi fá hann inná, en ég varð að setja framherja inn á til að ná í mark,“ sagði Ferguson við fjölmiðla.
Ferguson hafði gert fjórar skiptingar í leiknum áður en hann skipti framherja inn á. Eftir leikinn greindi Ferguson síðan frá því að einn leikmaður Everton hafi hraunað yfir hann fyrir að eyðileggja augnablikið.
„Einn af leikmönnum Everton hraunaði yfir mig sem mér fannst ekki í lagi. Ég þurfi að gera það sem ég taldi best fyrir liðið,“ sagði Ferguson.
Athugasemdir