Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Harvey Elliott frá Liverpool í þessum mánuði?
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Mörg félög eru að fylgjast með stöðu mála hjá Harvey Elliott, leikmanni Liverpool.

Það er Sky Sports sem segir frá þessu.

Eftir að hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu með Liverpool þá meiddist Elliott snemma á tímabilinu og þess vegna hefur hann ekki fundið mikinn takt.

Eftir því sem fram kemur á Sky eru félög á Englandi og Þýskalandi að fylgjast með því hvað gerist hjá honum en tvö félög eru nefnd: Borussia Dortmund og Brighton.

Elliott er 21 árs gamall fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöðurnar fremst á vellinum. Hann hefur verið á mála hjá Liverpool frá árinu 2019.
Athugasemdir
banner
banner