Mörg félög eru að fylgjast með stöðu mála hjá Harvey Elliott, leikmanni Liverpool.
Það er Sky Sports sem segir frá þessu.
Það er Sky Sports sem segir frá þessu.
Eftir að hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu með Liverpool þá meiddist Elliott snemma á tímabilinu og þess vegna hefur hann ekki fundið mikinn takt.
Eftir því sem fram kemur á Sky eru félög á Englandi og Þýskalandi að fylgjast með því hvað gerist hjá honum en tvö félög eru nefnd: Borussia Dortmund og Brighton.
Elliott er 21 árs gamall fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöðurnar fremst á vellinum. Hann hefur verið á mála hjá Liverpool frá árinu 2019.
Athugasemdir