Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Curtis Jones segir að Arsenal sé að stela af Liverpool
Curtis Jones
Curtis Jones
Mynd: Getty Images
Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, sakar Arsenal um stuld í viðtali í Football Focus.

Á dögunum vann Arsenal frækinn 3-1 sigur á Liverpool á Emirates-leikvanginum, en þetta var fyrsta tap Liverpool síðan í september og aðeins annað tapið á tímabilinu.

Eftir leikinn fögnuðu Arsenal-menn eins og þeir hefðu unnið ensku úrvalsdeildina.

Sparkspekingurinn Jamie Carragher fannst kjánalegt að sjá Martin Ödegaard fagna með myndavél frá ljósmyndara á meðan Mikel Arteta, stjóri liðsins, hljóp upp allan völlinn eftir þriðja mark Leandro Trossard og tók síðan fagnið hans Jürgen Klopp í leikslok með því að kýla hnefanum þrisvar í loftið.

„Þess vegna verð ég að slökkva á þessu á virðingarverðan hátt,“ sagði Jones um fagn Arsenal.

„Fögnuðurinn og allt sem því við kemur var allt saman mjög flott, en það á enn eftir að spila fullt af leikjum og við erum á toppnum. Við höfum verið saman sem lið í mörg ár, stuðningsmennirnir og stjórinn talað um það, hvernig hann kýlir hnefanum í loftið fyrir framan stuðningsmenn og allt það, en það er okkar. Þannig þeir eru að stela frá okkur og það sýnir að við erum á leið í rétta átt þegar við erum með þá að herma eftir okkur,“ sagði Jones enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner