Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   lau 10. febrúar 2024 10:50
Aksentije Milisic
Kokhraustur fyrir leikinn gegn toppliðinu: Ekkert lið er ósigrandi
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Daniele De Rossi, þjálfari AS Roma á Ítalíu, hefur farið mjög vel af stað með liðið en hann tók við Roma af Jose Mourinho í síðasta mánuði.


Þessi goðsögn Roma hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í starfinu en fyrsta alvöru prófið kemur í dag þegar Roma mætir toppliði Inter. Leikurinn fer fram á Stadio Olimpico en Inter situr í efsta sæti deildarinnar með 57 stig á meðan Roma er í því fimmta með 38 stig.


De Rossi spila 4-3-2-1 taktíkina og stillir upp í þriggja manna varnarlínu þegar Roma er með boltann. Hann hefur ýtt liðinu ofar á völlinn heldur en það var áður og þá vill hann pressa andstæðinginn.

„Við þurfum að hafa kjark,” sagði De Rossi.

„Ekkert lið er ósigrandi, ekki einu sinni Inter sem er í efsta sætinu og er að eiga frábært tímabil. Þegar allt kemur til alls þá erum við Roma, við erum að fara spila fyrir framan okkar stuðningsmenn, 65 þúsund manns, við verðum að spila án hræðslu. Við gætum þurft að þjást en við megum ekki leyfa þeim að taka algjörlega yfir. Við vitum að við getum unnið þennan leik.”

Leikurinn hefst klukkan 17 og er stórleikur helgarinnar í Serie A deildinni. Með sigri geta Rómverjar komið sér í topp fjóra en Inter getur aftur á móti náð sjö stiga forskoti á Juventus vinni liðið í Róm.

Inter vann Juventus í innbyrðisleik liðanna um síðustu helgi í Mílanó borg en Roma valtaði yfir Cagliari í sömu umferð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner