Davíð Einarsson skoraði tvö mörk og lagði upp tvö þegar Fylkir vann 5-1 sigur gegn HK í Lengjubikarnum í kvöld og var að vonum sáttur við sitt framlag.
„Þetta var mjög fínt en við spiluðum á heildina litið mjög vel. Þetta var liðssigur," sagði Davíð en Fylkir var komið þremur mörkum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik.
„Það voru ákveðin fyrirmæli frá þjálfaranum að láta finna fyrir því strax. Keyra yfir þá og það virkaði. Það hjálpaði okkur mikið að skora snemma og fá ró á boltann og spila aðeins."
„Við höfum prófað nýja hluti og ný leikkerfi, Við erum að fá nýja menn inn og þetta hefur verið flott."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir