Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Frábær byrjun Onana í Tyrklandi
Mynd: EPA
Kamerúnski markvörðurinn André Onana hefur aðlagast vel síðan hann kom til tyrkneska félagsins Trabzonspor á láni frá Manchester United.

Onana kom til Trabzonspor frá Man Utd í byrjun september eftir að hafa átt tvö martraðar tímabil á Englandi.

Mörg dæmi eru um það að leikmenn United blómstri um leið og þeir yfirgefa félagið og virðist Onana vera að skrá sig í hóp þeirra leikmanna.

Hann átti stórleik í 1-0 tapi Trabzonspor gegn Fenerbahce á dögunum þar sem hann var einn af bestu mönnum vallarins og þá lagði hann upp jöfnunarmarkið gegn Gaziantep í gær og hjálpaði sínu liði að landa stigi.

Vakt Onana í markinu var nokkuð rólegur en hann þurfti samt sem áður nokkrum sinnum að hafa fyrir hlutunum. Hann kom meðal annars til bjargar þegar sóknarmaður slapp einn fyrir með laglegri tæklingu og síðan átti hann langa sendingu fram völlinn stuttu síðar sem endaði með marki.

Hægt er að sjá stoðsendingu markvarðarins í myndskeiðinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner