Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 10:13
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ótrúlega mikil styrking í varnarlínu KR“
Axel Óskar Andrésson er kominn í KR.
Axel Óskar Andrésson er kominn í KR.
Mynd: Örebro
Mynd: KR
„Varnartröllið Axel Óskar Andrésson er mættur í KR. Það hafa allir verið að tala um að KR þyrfti að styrkja varnarlínuna," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Á föstudag var staðfest að hinn 26 ára gamli Axel hefði skrifað undir þriggja ára samning við KR en hann kemur frá Örebro í Svíþjóð.

„Þetta er ótrúlega mikil styrking í varnarlínu KR. Þeir voru í raun bara með Finn Tómas (Pálmason) í miðverðinum og svo yngri leikmenn með honum. Axel er tröll að burðum og kemur ekki bara með 'presence' í varnarleikinn heldur líka ógn í föstum leikatriðum. Bæði í sókn og að verjast, ég held að þetta sé frábær styrking fyrir KR-liðið," segir Baldvin Már Borgarsson.

„Hann er ofboðslegur karakter," segir Benedikt Bóas Hinriksson og vitnar í skemmtilegt viðtal við Axel í í útvarpsþættinum í desember.

„Ég held að KR-ingar verði öflugir, betri en margir halda. Ég var að setja lið KR, ég setti spurningamerki við vinstri bakvörðinn en það er væntanlega Aron Kristófer (Lárusson) eins og staðan er í dag. Ef Kiddi Jóns væri áfram væri þetta eitt skemmtilegasta liðið í deildinni. Þetta er bara hörkulið," segir Baldvin.

„KR var að gera jafntefli gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum. 1-1 enduðu leikar. Benóný Breki (Andrésson) og Emil Atlason með mörkin. Þetta eru tveir leikmenn sem gætu hreinlega barist um gullskóinn í sumar," segir Elvar en hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner