
Það var kuldalegt í Prag í morgun þegar íslenska kvennalandsliðið æfði á æfingasvæði tékkneska fótboltasambandsins. Ísland leikur mikilvægan leik gegn Tékklandi í undankeppni HM á þriðjudaginn.
Hópurinn fékk frí stærstan hluta gærdagsins og notuðu leikmenn tækifærið til að skoða sig um í Prag.
Hópurinn fékk frí stærstan hluta gærdagsins og notuðu leikmenn tækifærið til að skoða sig um í Prag.
„Við nutum dagsins og skoðuðum þessa flottu borg, við fórum niðri í bæ að skoða og það var mjög gaman. Þetta er mjög falleg borg," segir Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma ræddi við Fótbolta.net fyrir æfinguna í morgun en hún býst við erfiðum leik gegn Tékklandi á þriðjudag.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir