Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 18:20
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Vals og ÍA: Schram snýr aftur á Hlíðarendaa
Frederik Schram byrjar í kvöld.
Frederik Schram byrjar í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Núna klukkan 19:15 flautar Twana Khalid Ahmed til leiks á Hlíðarenda þar sem Valur og ÍA mætast í 6.umferð Bestu deildar karla. 

Valur tapaði ljótt gegn FH í síðustu umferð og situr liðið í 8.sæti deildarinnar. ÍA vann KA nokkuð sannfærandi 3-0 í síðustu umferð en liðið situr fyrir leik kvöldsins í 10.sæti deildarinnr.


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Srdjan Tufegdzic gerir markmannsbreytingu frá tapinu gegn FH í síðustu umferð. Frederik Schram byrjar í marki Vals en hann kom aftur til liðsins á dögunum. Stefán Þór þarf að sætta sig við að fá sér sæti á tréverkinu. 

Jón Þór Hauksson gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum gegn KA. Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í liðið og Guðfinnur Þór Leósson fær sér sæti á bekknum. 


Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
22. Marius Lundemo

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir
banner
banner