De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: Mikilvægt fyrir hann að mæta í skólann
Mynd: EPA
Hinn 16 ára gamli Reggie Walsh er yngsti leikmaður Chelsea sem byrjar leik í Evrópukeppni eftir að hann var í byrjunarliðinu gegn Djurgarden í gær.

Walsh var nálægt því að skora í leiknum en hann skaut í innanverða stöngina.

„Hvað fannst ykkur, voru þið hrifin af honum?" Sagði Enzo Maresca við fréttamenn eftir leikinn.

„Ég elska Reggie. Hann er leikmaður fyrir mína hugmyndafræði. Hann er 16 ára, einn sex. Þið sáuð hvernig hann bað um boltann, hversu góður hann er á boltanum. Ég sagði við hann að hann yrði að fara í skólann á morgun og það væri mikilvægt fyrir hann en hann er klárlega góður leikmaður," sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner