Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim áhyggjufullur fyrir úrslitaleikinn - „Þá þýðir þetta ekkert"
Mynd: EPA
Manchester United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan sigur á Athletic Bilbao. Liðið vann fyrri leikinn 3-0 og vann 4-1 í kvöld eftir að hafa lent undir.

Nú er það bara markmið hjá Rúben Amorim að halda öllum heilum fyrir úrslitaleiikinn sem fram fer þann 21. maí gegn Tottenham í Bilbao.

„Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir stuðningsfólkið," sagði Amorim.

„Núna er ég bara áhyggjufullur fyrir næsta leik, að reyna að fá engin meiðsli fyrir úrslitaleikinn. Við þurfum að vinna hann, ef við vinnum hann ekki þá þýðir þetta ekkert fyrir okkur."


Athugasemdir
banner