Betis er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir að hafa slegið Fiorentina úr leik í kvöld.
Antony hefur verið stórkostlegur í búningi Betis eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Man Utd á láni í janúar. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fimm.
Antony hefur verið stórkostlegur í búningi Betis eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Man Utd á láni í janúar. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fimm.
Hann skoraði áttunda markið í venjulegum leiktíma en það var glæsilegt. Hann skoraði beint úr aukaspyrnu, stöngin inn og David de Gea átti ekki möguleika.
Hann lagði síðan upp fimmta markið í uppbótatíma sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir