Mason Mount kom gríðarlega sterkur inn af bekknum hjá Man Utd í gær þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liðið var með 3-0 forystu gegn Bilbao eftir útileikinn. Liðið lenti undir á Old Trafford í gær en Mason Mount kom liðinu yfir og innsiglaði 4-1 sigur, samanlagt 7-1. Mount hefur lítið getað spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
Liðið var með 3-0 forystu gegn Bilbao eftir útileikinn. Liðið lenti undir á Old Trafford í gær en Mason Mount kom liðinu yfir og innsiglaði 4-1 sigur, samanlagt 7-1. Mount hefur lítið getað spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
„Ég hef beðið eftir þessu alltof lengi. Ég hélt áfram að leggja hart að mér á æfingum á hverjum degi og reyndi að vera jákvæður og þegar ég fengi tækifæri myndi ég reyna að nýta það," sagði Mount.
„Stuðningsfólkið var frábært, þau stóðu við bakið á okkur. Þetta voru fyrstu mörkin mín á Old Trafford, þetta er kvöld sem ég hef beðið lengi eftir. Það er sérstakt að fara aftur til Bilbao og við viljum ljúka þessu á sterkan hátt."
Athugasemdir