
Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði Vals í kvöld er liðið tapaði 7-2 gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna.
Dóra María var að vonum svekkt með tapið og segir það hafa verið óþarflega stórt.
Dóra María var að vonum svekkt með tapið og segir það hafa verið óþarflega stórt.
,,Þetta er auðvitað mjög dapurlegt að þetta skuli enda 7-2. Það var auðvitað ekki það sem við lögðum upp með, við ætluðum okkur þrjú stig eða allavega eitt. Það var gott að ná að jafna eftir að lenda 2-0 undir en skelfilegur seinni hálfleikur," sagði Dóra María við Fótbolta.net.
,,Mér fannst við vera betra liðið á vellinum síðasta korterið í fyrri hálfleik og ætluðum að taka það með okkur í seinni hálfleik, en það fór ekki þannig. Einhvern veginn slitnuðum við allt of mikið í sundur og ég veit ekki alveg hver skýringin er á því."
,,Þetta er auðvitað allt of stórt en við gáfum þessi færi á okkur og jafnvel fleiri til. Ég held að 7-2 sé allt of stórt en þær eru auðvitað með mjög öflugt lið. Það er greinilega mikill metnaður hérna, þær hafa fengið tvo útlendinga sem koma ferskir í þetta lið. Þær senda auðvitað að sama skapi skilaboð til hinna sem eru á bekknum hjá þeim, en bara flottur metnaður í Garðabæ."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir