Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 10:50
Arnar Daði Arnarsson
Aron Einar: Veit voða lítið um þetta burstamál
Icelandair
Aron Einar.
Aron Einar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er góður og mér líður mjög vel þar sem ég er búinn að vera í veseni með. Við erum búnir að ná góðum tíma til að koma okkur aftur í gang eftir erfiðan leik gegn Albaníu," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins á fréttamannafundi sem haldinn var á Laugardalsvellinum í morgun.

Ísland mætir Tyrkjum í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Tyrkirnir unnu Frakkland 2-0 á laugardaginn og hafa byrjað undankeppnina vel. Aron Einar horfði á leikinn hjá Tyrkjunum.

„Þeir líta vel út og það er mikil orka í þeim. Þeir hleyptu Frökkunum ekkert í þeirra leik. Þeir sátu aftarlega og breikuðu hratt á þá. Við munum spila öðurvísi og það vonandi hentar okkur. Við þurfum að eiga toppleik gegn þeim," sagði Aron Einar og bætti við að það væri mikill uppgangur hjá Tyrkjum og mikill meðbyr með þeim þessa stundina.

Aron Einar var síðan spurður um uppákomuna á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem Tyrkirnir vilja meina að þeir hafi verið í þrjá tíma að komast í gegnum öryggisleit og síðan var einstaklingur sem gekk að fyrirliða Tyrkja með þvottabursta.

„Ég veit voða lítið um þetta. Ég man hvað við þurftum að gera þegar við komum frá Konya. Það var svipað vandamál. Ég veit voða lítið um þetta bursta mál. Ég veit ekkert hvernig þetta lítur út og hef lítið um þetta mál að segja," sagði Aron Einar sem segist finna mun á sjálfstraustinu í hópnum eftir tvo sigurleiki í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni.

„Við þurftum á þessum leik að halda gegn Albaníu. Sjálfstraustið kom í leiknum og við fundum fyrir því að þeir voru ekki að fara brjóta okkur niður. Okkur líður vel þannig og erum jákvæðir. Sjálfstraustið jókst í leiknum þó svo að við vorum kannski komnir of neðarlega í lokin. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir leikinn á morgun," sagði Aron Einar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner