mán 10. júní 2019 11:34 |
|
Birkir Bjarna og Jói Berg ekki með á morgun?

Nú stendur yfir æfing á Laugardalsvelli en fyrstu fimmtán minúturnar voru opnar fyrir fjölmiðla.
Jóhann Berg og Birkir Bjarnason eru tæpir fyrir leikinn en þeir æfðu ekki með hópnum heldur skokkuðu með Frikka sjúkraþjálfara.
Jóhann, sem hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa, var í hlaupaskóm en Birkir í takkaskóm.
Á fréttamannafundi fyrir æfinguna hafði Erik Hamren sagt að allir yrðu með á æfingunni.
Annað kvöld klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Tyrklands. Ekki er orðið uppselt á leikinn en búist er við því að það muni seljast upp.
Landsliðsæfing. Jói Berg og Birkir Bjarna skokka með Frikka sjúkraþjálfara, æfa ekki með hópnum. #fotboltinet pic.twitter.com/fiKSr8O6eW
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 10, 2019
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
11:00
17:56
21:06