Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. júní 2021 14:58
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd opnar samningsviðræður við Pogba
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Manchester United hefur hafið samningsviðræður við umboðsteymi Paul Pogba.

Hinn 28 ára gamli Pogba á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana og er framtíð hans í óvissu.

Ole Gunnar Solskjær vill halda Pogba í liði Man Utd en frammistöður miðjumannsins hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.

Í heildina á Pogba 206 keppnisleiki að baki fyrir Man Utd. Í þeim hefur hann skorað 38 mörk og lagt 45 upp.

Pogba er eftirsóttur víðsvegar um Evrópu enda talinn til hæfileikaríkustu miðjumanna knattspyrnuheimsins.
Athugasemdir
banner