Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 10. júní 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Hlakka til að æsa aðeins í Arnari
Arnar var ekki sáttur með ummæli Óskars í kringum leik Breiðabliks og Víkings síðasta haust.
Arnar var ekki sáttur með ummæli Óskars í kringum leik Breiðabliks og Víkings síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Einn skemmtilegasti rígurinn í íslenskum fótbolta er sá sem Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson náðu að skapa sín á milli og milli félaganna tveggja; Breiðabliks og Víkings.

Áhorfendur RÚV mega eiga von á mikilli veislu þegar EM fer af stað en þeir Óskar og Arnar verða í sérfræðingateyminu á meðan keppninni stendur. Opnunarleikurinn fer fram á föstudag.

Óskar Hrafn var, eins og lesendur Fótbolta.net hafa tekið eftir, í viðtali hér á síðunni í dag og var hann spurður út í verðandi samstarf með Arnari.

„Ég held að það verði mjög skemmtilegt. Ég hitti hann í fyrsta skiptið í morgun síðan við í Breiðabliki spiluðum á móti þeim í lok september. Það fór vel með á okkur, eins og ég hef alltaf sagt þá eru illindin okkar á milli vel uppblásin. Vissulega er gaman að æsa hann upp fyrir leik, meðan á leik stendur og eftir leik, en það ristir ekki dýpra en að því lýkur þegar menn labba heim eftir leik," sagði Óskar.

„Hann er mikill fagmaður, góður og skarpur greinandi og góður sjónvarpsmaður. Ég hlakka bara til að vinna með honum og æsa aðeins í honum," sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner