Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn verða í EM stofunni - „Er hann með mér?"
Tókust á eftir leik liðanna síðasta haust.
Tókust á eftir leik liðanna síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
EM í Þýsalandi hefst í næsta mánuði og mun RÚV sýna frá mótinu. Mótið hefst 14. júní. Á meðal þeirra sem munu fjalla um mótið verða þeir Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Þeir hafa eldað grátt silfur saman síðustu ár. Arnar er þjálfari Víkings og Óskar var þjálfari Breiðabliks tímabilin 2020-2023. Óskar tók í kjölfarið við sem þjálfari Haugesund í Noregi en hætti þar óvænt fyrr í þessum mánuði.

Liðin, Breiðablik og Víkingur, börðust um titlana sem voru í boði með þá Arnar og Óskar Hrafn í brúnni, mikil upplifun var að mæta á viðureignir liðanna og skot á milli manna í viðtölum.

Á samfélagsmiðlum Íþróttadeildar RÚV var birt skemmtilegt myndband í dag. Í myndbandinu eru þeir Óskar og Arnar og er Arnar spurður hvernig honum lítist á að vinna með Óskari. „Er hann með mér?" spyr Arnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner