fös 10. júlí 2020 08:34
Magnús Már Einarsson
Dembele til Manchester United?
Powerade
Ousmane Dembele leikmaður Barcelona.
Ousmane Dembele leikmaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Bruyne er ekki að fara neitt.
Bruyne er ekki að fara neitt.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. Njótið!



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er að íhuga að fá David Alaba (28) frá Bayern Munchen í sumar. (Mirror)

Umboðsmaður Kevin de Bruyne (29) segir að leikmaðurinn muni ekki fara frá Manchester City í sumar, jafnvel þó að liðið verði dæmt í bann í Meistaradeildinni. (Sporza)

Eric Dier (26) varnarmaður Tottenham vill tvöfalda laun sín hjá féalginu. Dier verður samningslaus næsta sumar en hann er með 60 þúsund pund á viku í laun í dag. (Mail)

John Stones (26) er ekki að íhuga að yfirgefa Manchester City. (Mail)

Arsenal hefur hætt við að fá nýjan markvörð í sumar en félagið hefur ákveðið að halda hinum argentínska Emiliano Martinez (27). (Mirror)

Real Madrid er tilbúið að selja framherjann Luka Jovic (22) í sumar. (Marca)

Leicester vonast til að geta keypt Jovic á 31 milljón punda en félagið hefur haft samband við umboðsmann hans. (Star)

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, segir að félagið sé með nokkra möguleika í stöðunni ef Jadon Sancho (20) fer annað í sumar. (Kicker)

Ousmane Dembele (23), kantmaður Barcelona, gæti farið til Manchester United ef félagið krækir ekki í Sancho. (Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill fá hægri kantmann og Sancho er efstur á óskalista hans í sumar. Solskjær vill líka bæta við framherja og miðverði. (Telegraph)

Liverpool og Fulham eru á leið fyrir dómstóla til að ákveða uppeldisbætur fyrri Harvey Elliott (17) en hann kom til Liverpool í fyrrasumar. (Liverpool Echo)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Kylian Mbappe (21) frá PSG og Eduardo Camavinga (17) frá Rennes næsta sumar en báðir leikmenn hafa fengið skilaboð frá Spáni um að gera ekki nýja samninga. (Sport)

Leeds vill fá Haydon Roberts (18) miðvörð Brighton en Brentford, Derby, RB Leizpig og Mainz hafa einnig áhuga. (Telegraph)

Inter vill fá Emerson Palmieri (25) og Olivier Giroud (33) frá Chelsea. (Goal)

Chelsea, Manchester City og Juventus hafa öll áhuga á Facundo Pellistri (18) kantmanni Penarol. (Express)

Roy Keane var ánægður með að sjá liðsfélagana Hugo Lloris (33) og Son Heung-min (28) rífast í leik gegn Everton í vikunni. (Star)
Athugasemdir
banner