Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mið 10. júlí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM í dag - Fara Englendingar í úrslit í annað sinn í röð?
Fara Englendingar í úrslit annað mótið í röð?
Fara Englendingar í úrslit annað mótið í röð?
Mynd: Getty Images
Holland og England eigast við í síðari undanúrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi í dag.

Spánverjar eru komnir í úrslit eftir að hafa lagt Frakka að velli, 2-1, í München í gær en í kvöld ræðst það hvaða þjóð mun mæta Spánverjum í úrslitum.

Holland og England mætast á Signal Iduna Park í Dortmund klukkan 19:00.

Englendingar hafa verið ósannfærandi stærstan hluta mótsins en áttu fínasta leik er þeir unnu Sviss í 8-liða úrslitum. Hollendingar hafa verið sterkari en Englendingar og mjög skapandi í sóknarleiknum.

England gæti komist í úrslit Evrópumótsins í annað sinn í röð en Holland hefur ekki komist í úrslit síðan 1988. Það ár unnu Hollendingar mótið og var Ronald Koeman, núverandi þjálfari landsliðsins, mikilvægur leikmaður í sigurliðinu fræga.

Leikur dagsins:
19:00 Holland - England
Athugasemdir
banner