Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mið 10. júlí 2024 09:22
Elvar Geir Magnússon
Stuttgart vill Orra
Orri verður 20 ára í ágúst.
Orri verður 20 ára í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Florian Plettenberg sem starfar fyrir Sky í Þýskalandi greinir frá því að Orri Steinn Óskarsson sé á óskalista þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart.

Stuttgart hafnaði í öðru sæti Bundesligunnar á síðasta tímabili en óvæntur árangur liðsins féll í skuggann á sigri Bayer Leverkusen.

Orri er nítján ára sóknarmaður sem er samningsbundinn FC Kaupamannahöfn til 2027. Á dögunum var greint frá því að danska félagið hefði hafnað tilboði frá Girona á Spáni í Orra.

Orri skoraði tú mörk í dönsku deildinni í vetur þrátt fyrir að fá ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Sex af mörkunum skoraði Orri í úrslitakeppninni. Hann skoraði þá tvö mörk í bikarnum og þrjú mörk í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Orri lék sinn fyrsta landsleiki fyrir tæpu ári síðan. Hann er kominn með átta landsleiki undir beltið og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.


Athugasemdir
banner