Heimir Hallgrímsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Írlands og fær hann það verkefni að koma liðinu á HM 2026.
Heimir hætti nýverið sem landsliðsþjálfari Jamaíku og fær núna nýtt og spennandi starf.
Heimir hætti nýverið sem landsliðsþjálfari Jamaíku og fær núna nýtt og spennandi starf.
Fyrsti leikur Heimis með Írland verður gegn Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni í september. Írland er í B-deild Þjóðadeildarinnar, rétt eins og Ísland.
Heimir hefur góða reynslu af leikjum gegn Englandi en hann stýrði Íslandi til sigurs gegn Englendingum á EM 2016, eftirminnilega.
Fyrstu leikir Heimis með Írland:
7. september, Írland - England
10. september, Írland - Grikkland
10. október, Finnland - Írland
13. október, Grikkland - Írland
14. nóvember, Írland - Finnland
17. nóvember, England - Írland
Þetta eru allt leikir í Þjóðadeildinni en svo hefst undankeppnin fyrir HM í mars á næsta ári.
Athugasemdir