
Berglind Rós Ágústsdóttir átti fínan leik þegar Fylkir varð fyrsta liðið til að leggja Keflavík að velli í Inkasso deilda kvenna í kvöld.
Með sigrinum minnkar Fylkir bilið í Keflavík niður í eitt stig og á þar að auki á liðið leik til góða.
Með sigrinum minnkar Fylkir bilið í Keflavík niður í eitt stig og á þar að auki á liðið leik til góða.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Fylkir
„Viljinn, allavega í seinni hálfleik skilaði okkur. Við vildum þetta rosalega mikið í seinni hálfleik, Keflavík var betra í fyrri hálfleik en við komum sterkar í seinni hálfleik og það skilaði sér í marki og sigri.“
Sagði Berglind Rós fyrirliði Fylkis aðspurð hvað hefði skapað sigurinn fyrir hennar lið.
Eins og áður sagði er bilið milli Fylkis og Keflavíkur í efstu sætum deildarinnar aðeins eitt stig og á Fylkir leik til góða að auki. En er það ekki klárt markmið Fylkiskvenna að vinna deildina?
„Já klárlega. Það var allavega markmiðið að komast allavega upp í Pepsideildinna og vinna þessa deild er bara bónus og að vinna þennan leik er bara leiðin upp og ef við vinnum alla hina leikina erum við klárlega að fara að vinna þetta.“
Sagði Berglind Rós Ágústsdóttir en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir