Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ofurbikar Evrópu í dag - Tekst Frankfurt að stríða Real Madrid?
Vinicius Junior átti frábært tímabil og skoraði mikilvæg mörk.
Vinicius Junior átti frábært tímabil og skoraði mikilvæg mörk.
Mynd: EPA

Eintracht Frankfurt og Real Madrid eigast við í úrslitaleik um Ofurbikar Evrópu í kvöld. 


Frankfurt vann úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni gegn Rangers á meðan Real Madrid sigraði Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Leikur kvöldsins verður áhugaverður og mögulegt að Frankfurt sé með smá forskot þar sem þýska deildartímabilið byrjaði um síðustu helgi. Frankfurt er búið að spila tvo keppnisleiki í mánuðinum, fjögurra marka sigur í bikarnum og svo stórt tap á heimavelli gegn FC Bayern.

Real Madrid spilaði aðeins þrjá æfingaleiki á undirbúningstímabilinu en þeim síðasta lauk með 2-0 sigri gegn Juventus. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Madrídinga tímabilið 2022-23.

Liðin mætast á Ólympíuleikvangi Finna í Helsinki.

Leikur kvöldsins:
19:00 Real Madrid - Frankfurt (Stöð 2 Sport 2)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner