Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 10. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi áfram í bikarnum - Dagur Dan klikkaði í vítakeppni
Mynd: St. Louis City

St. Louis City er komið áfram í 16 liða úrslit Leagues Cup í Ameríku en Orlando City er úr leik eftir vítaspyrnukeppni.


Nökkvi Þeyr Þórisson var í byrjunarliði St. Louis sem vann Portland Timbers 3-1. Hann var tekinn af velli á 72. mínútu þegar staðan var enn 1-1.

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City tapaði gegn mexíkóska liðinu Cruz Azul eftir vítaspyrnukeppni. 

Bæði lið klikkuðu á sinni fyrstu spyrnu og skoruðu úr næstu fjórum. Það var í höndum Dags að taka sjöttu spyrnu Orlando en markvörður Cruz Azul varði frá honum og mexíkóska liðið tryggði sér sigur þegar Uriel Antuna skoraði úr sjöttu spyrnu liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner