Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
   sun 10. ágúst 2025 22:25
Anton Freyr Jónsson
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er alls ekki sáttur með hvernig þessi leikur fór og mér fannst þetta virkilega skrítin leikur." sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Stjörnunni 4-2 í Bestu deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Stjarnan

„Mér fannst við vera með fínasta orkustig í leiknum og mér fannst við vera spila bróðurhlutan mjög vel og vorum með gott control á leiknum en við vorum ekki að nýta okkur góðar stöður, við vorum að fá færin í byrjun leiks og við höfum verið klaufar í að nýta ekki færin okkar í síðustu leikjum og það er að kosta okkur og við erum að fá alltof ódýr mörk á okkur."

Staðan var 2-0 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel. fengu víti og voru einum manni fleiri. Sölvi Geir var ósáttur með að fá ekki meira út úr leiknum úr því.

„Við ætluðum að koma sterkt inn í seinni hálfleikinn, 2-0 undir. Við höfðum alveg fulla trú á að koma til baka og það byrjaði svosem vel og við þurfum síðan að fara láta boltann ganga aðeijns hraðar milli kannta, aðeins að opna þá og mér fannst við full fljótir að reyna ráðst á aðra hliðina og hefðum kannski geta gert betur þar og þegar mómentið er til staðar í að fara að særa þá þá fáum við högg í andlitið."

Víkingar sendu beiðni um að KSÍ myndi fresta leiknum en Víkingur fékk neitun frá KSÍ. Breiðablik sendi einnig beiðni og fékk líka neitun. Sölvi segir að Víkingar séu ekki sáttur með þessi vinnubrögð hjá KSÍ.

„Við erum mjög ósáttir. Við vildum fá að fresta leiknum og geta spilað hann aðeins seinna. Mér finnst þetta lélegt af KSí að samþykkja þetta ekki, mér skilst að félögin þurfi að samþykkja það og mér finnst það svolítið kjánalegt heldur en að KSÍ hafi bara fulla stjórn á því."

„Íslensk knattspyrna græðir bara á því að liðin sem eru að keppa fyrir Íslandshönd og nái sem lengst og safni sem flestum punktum og rífa Íslenskudeildina hærra upp á þennan lista og því lengra sem við förum að þá fáum við fleiri lið inn og þessar leiðir gefa fleiri fallhlífar og mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins beturi við þessi félög."


Nánar var rætt við Sölva í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner