Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 10. september 2022 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tíu leikmenn Milan unnu Sampdoria - Leao rekinn af velli eftir misheppnaða bakfallsspyrnu
Milan vann Sampdoria
Milan vann Sampdoria
Mynd: EPA
Rafael Leao var sendur í sturtu
Rafael Leao var sendur í sturtu
Mynd: EPA
Olivier Giroud skoraði sigurmarkið
Olivier Giroud skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Sampdoria 1 - 2 Milan
0-1 Junior Messias ('6 )
1-1 Filip Djuricic ('57 )
1-2 Olivier Giroud ('67 , víti)
Rautt spjald: Rafael Leao, Milan ('47)

Milan er komið upp í 2. sæti Seríu A á Ítalíu eftir 2-1 baráttusigur á Sampdoria í kvöld. Milan spilaði manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir misheppnaða hjólhestaspyrnu Rafael Leao.

Leao, sem var besti maður ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð, byrjaði leikinn vel. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Junior Messias á 6. mínútu leiksins.

Hann taldi sig hafa lagt upp annað mark á 21. mínútu er belgíski sóknarmaðurinn Charles De Ketelaere fékk boltann í öxlina og þaðan í netið eftir fyrirgjöf Leao. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Olivier Giroud var í rangstöðu í aðdragandanum.

Milan var líklegt til að bæta við fleiri mörkum en á 47. mínútu í síðari hálfleik fékk Leao að líta sitt annað gula spjald. Hann reyndi bakfallsspyrnu inn í teig Sampdoria en sú spyrna misheppnaðist svakalega og hæfði hann Alex Ferrari, varnarmann Sampdoria, í staðinn. Fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.



Filip Djuricic jafnaði metin tíu mínútum síðar með skalla áður en Olivier Giroud gerði sigurmark Milan úr vítaspyrnu á 67. mínútu leiksins.

Mike Maignan, markvörður Milan, náði að bjarga liðinu í tvígang undir lokin frá Manolo Gabbiadini og lokatölur því 2-1 fyrir Milan sem er í öðru sæti með 14 stig, jafnmörg og Napoli.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner