Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. september 2022 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Leikurinn stopp í rúmar 50 mínútur - Markvörðurinn fær hrós fyrir skjót viðbrögð
Jeremías Ledesma hleypur með kassann til sjúkraliða
Jeremías Ledesma hleypur með kassann til sjúkraliða
Mynd: EPA
Leikur Cadiz og Barcelona var stöðvaður á 82. mínútu leiksins í La Liga í kvöld eftir að það kom upp neyðartilfelli í stúkunni fyrir aftan mark Cadiz.

Stuðningsmenn Cadiz kölluðu eftir hjálp í stúkuna og ákvað dómarinn um leið að stöðva leikinn en ekki kom sérstaklega fram hvað hafði átt sér stað.

Jeremías Ledesma, markvörður Cadiz, var með skjót viðbrögð og hjálpaði sjúkraliðum í þessum erfiðu aðstæðum.

Hann hljóp eftir sjúkrakassa og kom honum í viðeigandi hendur. Rúmum hálftíma síðar var einstaklingurinn fluttur með sjúkrabíl. Nokkrir aðrir leikmenn hjálpuðu til við að koma sjúkrabörunum upp í stúku.

Leikmenn voru sendir inn í klefa á meðan og hituðu upp eftir að sjúkrabíllinn yfirgaf völlinn. Hann er nú kominn aftur af stað en Barcelona er að leiða með þremur mörkum gegn engu.


Athugasemdir
banner
banner
banner