Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. september 2022 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sterkur sigur Atlético á Celta Vigo
Rodrigo de Paul skoraði og lagði upp
Rodrigo de Paul skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Atletico Madrid 4 - 1 Celta
1-0 Angel Correa ('9 )
2-0 Rodrigo De Paul ('50 )
3-0 Yannick Carrasco ('66 )
3-1 Gabriel Veiga ('71 )
4-1 Unai Nunez ('82 , sjálfsmark)

Atlético Madríd var ekki í vandræðum með Celta Vigo er liðin mættust á Wandra Metropolitano-leikvanginum í Madríd í kvöld en lokatölur urðu 4-1, Atlético í vil.

Argentínski sóknarmaðurinn Angel Correa skoraði á 9. mínútu eftir sendingu frá landa sínum, Rodrigo de Paul. Í byrjun síðari hálfleiks kom De Paul sjálfur á blað með hnitmiðuðu skoti í hægra hornið.

Yannick Carrasco var næstur í röðinni hjá Atlético. Hann skoraði á 66. mínútu eftir glæsilegt hlaup en Gabriel Veiga minnkaði muninn fyrir Celta nokkrum mínútum síðar etir sendingu Iago Aspas.

Átta mínútum fyrir leikslok gerði Atlético út um leikinn eða markið var að vísu skráð á Unai Nunez, varnarmann Celta Vigo, en Matheus Cunha á það skuldlaust. Hann stakk boltanum framhjá Nunez og lét síðan vaða en Nunez náði að teygja sig í boltann og skoppaði hann þannig af honum og í netið.

Lokatölur 4-1 fyrir Atlético Madríd sem er í 4. sæti með 10 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner