Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   lau 10. október 2020 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári ekki með í næstu leikjum - Arnór Sig meiddur á ökkla
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni á morgun. Leikið verður á Laugardalsvelli og er þetta þriðji leikur Íslands í riðli sínum í A-hluta deildarinnar.

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamren var spurður út í stöðuna á hópnum eftir leikinn gegn Rúmeníu á fimmtudag. Erik sagði að Kári Árnason myndi ekki spila á morgun og miðvikudag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum á fimmtudag og þá er Arnór Sigurðsson að glíma við ökklameiðsli.

„Tveim dögum eftir leik eru menn eilítið stífir sem er eðlilegt eftir erfiðan leik. Kári Árnason mun ekki spila næstu tvo leiki. Arnór Sigurðsson kom til liðs við hópinn í gær og er í smá vandræðum með ökklann, það er spurningarmerki með hann hvort hann verði klár. Ég mun svo sjá eftir æfinguna í dag hvernig staðan er á hinum," sagði Erik.

„Staðan er alltaf erfið tveimur dögum eftir leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner