Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. október 2021 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Frakkar meistarar - Benzema og Mbappe skoruðu
Frakkar unnu Spánverja í kvöld, 2-1
Frakkar unnu Spánverja í kvöld, 2-1
Mynd: EPA
Benzema hefur verið frábær frá því hann snéri aftur í franska landsliðið
Benzema hefur verið frábær frá því hann snéri aftur í franska landsliðið
Mynd: EPA
Spánn 1 - 2 Frakkland
1-0 Mikel Oyarzabal ('64 )
1-1 Karim Benzema ('66 )
1-2 Kylian Mbappe ('80 )

Franska landsliðið er Þjóðadeildarmeistari eftir 2-1 sigur á Spánverjum á San Síró í kvöld. Karim Benzema og Kylian Mbappe gerðu mörk franska liðsins.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum. Það var lítið reynt á markverðina. Spánverjar voru meira með boltann en náðu ekki ógna marki.

Hlutirnir breyttust í þeim síðari. Theo Hernandez átti fast skot í slá á 64. mínútu og í næstu sókn keyrðu Spánverjar fram völlinn og skoruðu.

Mikel Oyarzabal gerði markið eftir góða sendingu frá Sergio Busquets. Adam var ekki lengi í paradís því Karim Benzema jafnaði með glæsilegu marki tveimur mínútum síðar.

Hann fékk boltann frá Mbappe við vítateigslínuna, leit upp og sá að Unai Simon var illa staðsettur, áður en hann setti boltann efst í fjærhornið.

Mbappe skoraði sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir. Theo átti góða sendingu inn fyrir á Mbappe sem var kominn einn gegn Simon. Hann tók eina gabbhreyfingu áður en hann skaut boltanum vinstra megin við hann og í netið.

Hugo Lloris varði vel í tvígang undir lok leiksins. Frakkar fagna þó sigri og eru Þjóðadeildarmeistarar árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner