Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   fim 10. október 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Segir þjálfara Elfsborg vera ósanngjarnan við Íslendingana
Mynd: Elfsborg
Mynd: Guðmundur Svansson
Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson eru báðir á mála hjá IF Elfsborg í efstu deild sænska boltans en fá lítinn sem engan spiltíma undir stjórn Oscar Hiljemark þjálfara.

Eggert Aron gaf kost á sér í stutt viðtal við mbl.is þar sem hann talaði meðal annars um að fá ósanngjarna meðferð frá þjálfaranum.

Eggert Aron gekk til liðs við Elfsborg í vor og er með tæplega fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið. Andri Fannar er þar á lánssamningi frá ítalska félaginu Bologna.

Lánssamningur Andra Fannars rennur út um áramótin og verða þá aðeins sex mánuðir eftir af samningi hans við Bologna, en hann er 22 ára gamall.

„Staðan er erfið, ég þarf að halda áfram að leggja hart að mér. Þetta er brekka núna en ég hef fulla trú á að þetta komi. Við erum með sterkt lið og við unn­um Roma í síðustu viku. Mér líst vel á þjálf­ar­ann en hann hef­ur verið ósann­gjarn gagn­vart mér per­sónulega og Andra sem er frábær leikmaður. Ég hef sýnt á æf­ing­um að ég á fullt er­indi í þetta lið. Tæki­færið hlýt­ur að fara að koma," sagði Eggert í samtali við mbl.

„Ég ræddi við þjálfarann um helg­ina og vildi fá að vita stöðuna mína og hún er orðin ljós núna. Það er æðislegt að vera hluti af svona góðu liði en á sama tíma er maður aldrei sáttur ef maður er ekki að spila fótbolta.

„Þetta gæti farið á þá leið að ég skipti um félag, en ég og minn umboðsmaður þurf­um að skoða það eft­ir tíma­bilið."

Athugasemdir
banner
banner
banner