Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 10. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að draga í seinni umferð hjá U17 og U19
Mynd: KSÍ
Íslensku U17 og U19 kvennalandsliðin eru komin áfram í seinni umferð í undankeppni fyrir EM 2025 sem verða haldin næsta vor.

Undankeppni U17 ára landsliða lýkur 23. mars og verður mótið sjálft haldið í Færeyjum 4.-17. maí.

Það eru sjö undanriðlar og kemst topplið hvers undanriðils á lokamótið. Ísland er með Spáni, Belgíu og Úkraínu í sterkum riðli þar sem þær spænsku verða að teljast sigurstranglegastar.

Stelpurnar í U19 liðinu eru einnig í erfiðum undanriðli, ásamt Portúgal, Noregi og Slóveníu. Undanriðillinn fer fram í Portúgal í byrjun apríl en lokamótið verður svo haldið í Póllandi í júní.

Stelpurnar gerðu vel að komast í seinni umferð undankeppninnar en eiga núna afar krefjandi og spennandi verkefni fyrir höndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner