Íslensku U17 og U19 kvennalandsliðin eru komin áfram í seinni umferð í undankeppni fyrir EM 2025 sem verða haldin næsta vor.
Undankeppni U17 ára landsliða lýkur 23. mars og verður mótið sjálft haldið í Færeyjum 4.-17. maí.
Það eru sjö undanriðlar og kemst topplið hvers undanriðils á lokamótið. Ísland er með Spáni, Belgíu og Úkraínu í sterkum riðli þar sem þær spænsku verða að teljast sigurstranglegastar.
Stelpurnar í U19 liðinu eru einnig í erfiðum undanriðli, ásamt Portúgal, Noregi og Slóveníu. Undanriðillinn fer fram í Portúgal í byrjun apríl en lokamótið verður svo haldið í Póllandi í júní.
Stelpurnar gerðu vel að komast í seinni umferð undankeppninnar en eiga núna afar krefjandi og spennandi verkefni fyrir höndum.
Athugasemdir