Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   mán 11. janúar 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar að halda Nketiah
West Ham hefur áhuga á sóknarmanninum unga Eddie Nketiah hjá Arsenal.

Daily Express segir hinsvegar að Mikel Arteta hafi alls ekki í hyggju að láta þennan 21 árs leikmann frá sér í janúar.

West Ham er í leit að sóknarmanni eftir að Serbastian Haller gekk í raðir Ajax fyrr í þessari viku.

Nketiah hefur skorað fimm mörk í 20 leikjum á þessu tímabili og var á bekknum í sigrinum gegn Newcastle í FA-bikarnum síðasta laugardag.
Athugasemdir