Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Fyrirliðinn Glódís: Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að spila með þessum stelpum
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
   þri 11. janúar 2022 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var ekkert yfir sig ánægður með 4-3 endurkomusigur gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Fylkir komst í 0-3 en Víkingur náði að koma til baka með því að skora síðustu fjögur mörk leiksins.

„Við erum búnir að fá á okkur ellefu mörk í þrem leikjum, miðað við lið sem fékk á sig þrjú mörk í síðustu tíu leikjunum síðasta sumar þá er það alls ekki nægilega gott," sagði Arnar eftir leik.

„Mér líður eins og við séum aðeins eftir á þessum liðum, byrjuðum seint að æfa, búnir að lenda í covid veseni og menn í mismunandi takti. Júlli byrjaði að æfa í gær, Pablo og Niko ekki búnir að spila leik síðan í október. Við verðum að sætta okkur við það að við erum á þessum tímapunkti en sýndum þó karakter á móti spræku liði Fylkis."

„Auðvitað er mikilvægt að koma til baka, við erum lentir 0-3 undir eftir eitthvað korter. Um leið og boltinn fór inn í teiginn hjá okkur þá varð mark. Þrátt fyrir það var fyrri hálfleikur ekki alslæmur, það voru margar mjög góðar sóknir. Einhvern veginn voru það þessi extra 5% sem vantaði í öllu, vantaði í sendingar, vantaði í færslum og nefndu það bara. Það er allt í lagi að vera á þeim stað á þessum tímapunkti ef þú gerir þér grein fyrir því hvað er að og hvað er hægt að laga. Úrslitin voru góð en við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta á laugardaginn þegar Valur kemur í heimsókn."


Fylkir leiddi 0-3 eftir fyrsta korterið, ertu sérstaklega óánægður með það eða hélt það sem þú ert óánægður með áfram eftir það?

„Varnarfærslurnar voru fínar í þessum mörkum, það komu fyrirgjafir sem hægt var að koma í veg fyrir. Það er fyrst hægt að leitast eftir því á þessum tíma að færslurnar séu mjög góðar og þær voru mjög góðar. Svo eru það einstaklingsmistökin, annað hvort þarftu að vinna þinn mann inn á teignum eða koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var ekki bara í þessum leik heldur líka á móti Skaganum og Breiðabliki. Það eru mistök sem eru óvön okkur en svo ef þú pælir í því þá erum við búnir að missa tvo hafsenta og erum að slípa okkur til, nýjar færslur fyrir suma. Þannig þetta er svo sem ekkert óeðlilegt á þessum tíma árs," sagði Arnar.

Viðtalið er talsvert lengra en í því er hann spurður út í landsliðsvalið, Kyle McLagan, Júlíus Magnússon, Atla Barkarson, Nikolaj Hansen og tvo stóra bita sem gætu verið á heimleið.
Athugasemdir
banner
banner