Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 11. febrúar 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH gerir tilraunir til að fá Ástbjörn
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur gert nokkur tilboð í Ástbjörn Þórðarson, 22 ára hægri bakvörð Keflavíkur.

Keflavík hefur hafnað öllum tilboðunum til þessa en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er vilji leikmannsins að ganga í raðir Hafnarfjarðarfélagsins.

Ástbjörn er ákaflega fjölhæfur leikmaður en samningur hans við Keflavík rennur út eftir tímabilið.

Keflvíkingar eru farnir að horfa í möguleikann á að missa Ástbjörn og eru farnir að skoða kosti til að fylla hans skarð.

Ástbjörn er uppalinn KR-ingur en gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og átti öflugt tímabil. Hann lék alla 22 leiki liðsins í efstu deild.

FH vill fá Ástbjörn í hægri bakvörðinn hjá sér eftir að Hörður Ingi Gunnarsson yfirgaf félagið og fór til Sogndal.

FH endaði í sjötta sæti í fyrra en Keflavík, sem var nýliði, hafnaði í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner