Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 19:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslin hrannast upp hjá Arsenal - Havertz meiddist í æfingaferð
Mynd: EPA
Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Arsenal og þá sérstaklega fram á við. Liðið hefur lent í enn meiri vandræðum en Kai Havertz meiddist í æfingaferð liðsins.

Havertz meiddist aftan í læri í æfingaferð í Dubai samkvæmt heimildum Daily Mail. Hann er markahæsti leikmaður liðsins með fimmtán mörk og þetta setur liðið því í erfiða stöðu í titlbaráttunni í úrvalsdeildinni

Arsenal er þegar án leikmanna á borð við Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli. Leandro Trossard, Ethan Nwaneri og Raheem Sterling eru einu sóknarmennirnir sem eru heilir heilsu.

Þá er talið að varnarmaðurinn Takhiro Tomiyasu þurfi að fara í aðra aðgerð á hné en hann hefur aðeins spilað sex mínútur á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner