Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 10:11
Magnús Már Einarsson
Birkir ennþá fastur á Ítalíu - Emil kemur til Íslands í dag
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson kemur til landsins frá Ítalíu dag fyrir leik Íslands og Rúmeníu eftir 15 daga. Birkir Bjarnason er hins vegar fastur á Ítalíu en hann er staddur í Brescia á Norður-Ítalíu. Þar er farbann vegna kórónuveirunnar auk þess sem KSÍ hefur ekki fengið staðfestingu frá félaginu Brescia um að Birkir megi fara til Íslands.

Keppni í Serie A hefur verið frestað fram í apríl en allir sem koma til Íslands frá Ítalíu þurfa að fara í 14 daga sóttkví og því þarf að fá Birki sem fyrst til landsins.

„Við leitum allra leiða til að leita lausna til að koma Birki sem fyrst til landsins," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Emil kemur til landsins í dag frá Ítalíu og hann fer þá beint í sóttkví.

Þrátt fyrir að einungis 15 dagar séu í leik þá útilokar Klara ekki að Birkir nái að spila leikinn þó óvíst sé hvenær hann nær að koma til Íslands.

„Við ætlum að skoða hvaða leiðir eru í stöðunni. Það sem gildir varðandi sóttkví í dag gildir ekki endilega á morgun. Mögulega eru einhverjar skimanir og þess háttar. Við ætlum að halda áfram að reyna alveg þangað til flautað verður á," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner