Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta og hvað þá með besta vini sínum"
Alfons og Willum.
Alfons og Willum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum var keyptur til Birmingham síðasta sumar.
Willum var keyptur til Birmingham síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur átt gott tímabil með Birmingham.
Hefur átt gott tímabil með Birmingham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum.
Alfons hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum.
Mynd: Birmingham City
Vel fagnað eftir leikinn á þriðjudag.
Vel fagnað eftir leikinn á þriðjudag.
Mynd: Birmingham
Birmingham tryggði sér sæti í ensku Championship deildinni á þriðjudagskvöld með útisigri gegn Peterborough. Það var 29. sigur Birmingham í C-deildinni í vetur og situr liðið á toppi deildarinnar, með 14 stiga forskot á 2. sætið. Liðið getur orðið deildarmeistari á laugardag ef Wrexham tekst ekki að vinna Wigan.

Liðið hefur unnið 10 af síðustu 13 deildarleikjum sínum, hefur átt frábært tímabil og er á leið í úrslitaleik neðri deilda bikarsins á sunnudag, mætir þá Peterborough á Wembley.

Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru leikmenn Birmingham og Fótbolti.net ræddi við Willum eftir að sætið var tryggt.

„Leikurinn gegn Peterborough var mjög finn af okkar hálfu, spiluðum vel og kláruðum leikinn nokkuð öruggt. Það var mjög góð tilfinning þegar flautað var til leiksloka og sætið var tryggt, ótrúlega gaman," segir Willum.

Það hefur allt stefnt í að Birmingham kæmist upp í B-deildina því liðið hefur verið í efsta sæti deildarinnar frá því í september.

Alltaf fljótir að kvitta fyrir það ef leikir tapast
Hvernig heldur maður sér gangandi þegar þetta er allt að sigla í rétta átt og í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær sætið í Championship er tryggt?

„Þjálfarinn okkar er mjög góður að mótivera liðið leik fyrir leik, en á sama tíma halda okkur á jörðinni. Við erum búnir að vera mjög góðir yfir allt tímabilið og fljótir að kvitta fyrir það við höfum tapað."

Duglegasta liðið á Englandi
Willum segir liðið vera samsett af mjög góðum leikmönnum og það sé stór hluti af árangrinum. „En við höfum líka náð að mynda ótrúlega gott og vinnusamt lið, við erum duglegasta liðið á öllu Englandi þegar kemur að pressu sem dæmi. Þjálfarinn leggur mikið upp úr því."

„Það er mikil samkeppni innan liðsins sem hjálpar okkur og síðan er liðsheildin hrikalega góð."


Hvernig er að taka þátt í þessu?

„Það er rosa uppgangur hjá klúbbnum, það að vera partur af skemmtilegu og metnaðarfullu verkefni í risa klúbbi er snilld."

Mjög auðveld ákvörðun
Willum tók þá ákvörðun síðasta sumar að ganga í raðir Birmingham og var á þeim tímapunkti dýrasti leikmaður í sögu ensku C-deildarinnar. Hann tók skrefið úr hollensku úrvalsdeildinni sem vakti athygli. Hann sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun og hans svar, þegar hann var spurður út í ákvörðunina síðasta sumar, var einfalt.

„Það að segja já við Birmingham var mjög auðveld ákvörðun."

Hann er núna á leið í næstefstu deild á Englandi og getur orðið tvöfaldur meistari ef vel fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Með honum í Birmingham er besti vinur hans, Alfons Sampsted, en þeir ólust saman upp hjá Breiðabliki.

Ótrúlegt að við séum hérna saman
Að gera þetta með vini sínum, Alfons, kryddar það þetta mikið?

„Já, það er ótrúlega gaman að fá að upplifa það sem maður er að upplifa og hvað þá með besta vini sínum. Ótrúlegt að við séum hérna saman."

Alfons fékk ekki margar mínútur framan af en hefur spilað í síðustu leikjum. Willum er ánægður með þá þróun.

„Það er mjög gaman að sjá hann fá fleiri og fleiri tækifæri, hann er búinn að leggja hart að sér og hefur þurft að vera þolinmóður. Hann hefur gert mjög vel."

Skapað flest færin í liðinu en hefði viljað skora meira
Fótbolti.net fjallaði fyrr á þessu ári um flotta tölfræði Willums þegar kemur að pressu og unnum boltum á vallarhelmingi andstæðinganna. Willum hefur spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður í 4-2-3-1 kerfinu og líka úti hægra megin.

Hann var spurður út í sína frammistöðu í vetur. Hann hefur spilað 35 deildarleiki, skorað fimm mörk og lagt upp fimm.

„Ég hef spilað nánast allar mínútur, er með flest sköpuð færi í liðinu og er mjög sáttur með það. Ég hefði þó viljað vera búinn að skora meira."

„Ég byrjaði tímabilið hrikalega vel og var mjög góður fyrir áramót, síðan meiðist ég í byrjun janúar og kem til baka og fer að spila aðeins annað hlutverk, tók mig smá tíma að finna taktinn aftur en ég er á flottu róli núna. Heilt yfir mjög fínt fyrsta tímabil,"
segir Willum.

Úthverfin flott
Hann var að lokum spurður út í borgina, Birmingham. Hefur eitthvað komið honum á óvart?

„Úthverfin við Birmingham hafa komið mér á óvart. Það eru hrikalega eftirsótt og flott hverfi. Birmingham er heilt yfir bara fínasta borg, týpísk stórborg með skemmtilegum miðbæ."
Athugasemdir