
Breiðablik unnu KR 4-1 á heimavelli í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þorsteinn Halldórsson þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara, Breiðabliks var ánægður með sigur síns liðs í kvöld á KR.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 KR
„Við stefndum á þrjú stig í dag og þau komu.Það er mjög gott," sagði Þorsteinn sem var pirraður yfir því að hafa fengið á sig mark undir lok leiks.
„Við unnum leikinn svo maður má kannski ekki vera að pirra sig of mikið á því. Þetta var kæruleysi. Það var ein sem svindlaði og ætlaði fram og hélt að hin myndi vinna boltann en síðan stakk KR-ingurinn sér á milli og kom með mjög góða fyrigjöf og vel klárað."
„Ég er ánægður með liðið heilt yfir. Það var smá ryð í fyrri hálfleik sem er ekkert óeðlilegt í fyrsta leik. Síðan tókum við leikinn hægt og rólega yfir og stjórnuðum honum eiginlega allan leikinn."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir