Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   þri 11. maí 2021 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli setti fimm gegn Udinese
Napoli 5 - 1 Udinese
1-0 Piotr Zielinski ('28)
2-0 Fabian Ruiz ('31)
2-1 Stefano Okaka ('41)
3-1 Hirving Lozano ('56)
4-1 Giovanni Di Lorenzo ('66)
5-1 Lorenzo Insigne ('91)

Napoli tók á móti Udinese í fyrsta leik 36. umferðar ítalska boltans og úr varð mikil skemmtun.

Lærisveinar Gennaro Gattuso sýndu mikla takta í leiknum og komust í tveggja marka forystu þegar Piotr Zielinski skoraði og lagði svo upp fyrir Fabian Ruiz.

Stefano Okaka minnkaði muninn fyrir leikhlé en yfirburðir Napoli héldu áfram og tvöfaldaði Hirving Lozano forystuna í síðari hálfleik.

Giovanni Di Lorenzo bætti svo fjórða marki heimamanna við áður en Lorenzo Insigne fyrirliði setti það fimmta.

Napoli er í öðru sæti eftir sigurinn. Baráttan um Meistaradeildarsæti er grjóthörð þar sem fyrrum Ítalíumeistarar Juventus virðast vera að missa af topp fjórum.

Udinese siglir lygnan sjó.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner
banner