Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 11. maí 2022 23:04
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: Hefðum getað skorað fleiri mörk en mér er alveg sama
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur með 1-0 útisigur gegn Fylki í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Ég er rosa ánægður með sigurinn og að halda hreinu á móti Fylki á þeirra heimavelli, virkilega sterkt. Við vorum þéttar allan leikinn og skiluðum mjög góðu varnarframlagi allan tímann sem ég er mjög stoltur af. Mjög ánægður með leikmennina heilt yfir í dag, hefðum getað skorað fleiri mörk líka en mér er alveg sama, 1-0 er fínt."

Mark Tindastóls kom eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks en liðið fékk margar hornspyrnur í leiknum. 

„Við erum mjög sterkar í föstum leikatriðum og við leggjum mikið upp úr því og það er heldur betur að tikka inn, við erum búnar að skora úr tveimur föstum leikatriðum í tveimur fyrstu leikjunum og það skiptir gríðarlegu máli, þetta eru mikilvæg atriði leiksins og gott að nýta þau."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Donni vildi ekki gefa upp að stefnan væri sett beint upp aftur en ef þeim tekst að vinna alla leiki þá gerir hann ráð fyrir að það takist.

„Við stefnum náttúrulega bara á að vinna alla leiki eins og öll liðin gera, geri ég ráð fyrir og ég vona þeirra vegna. Þannig við ætlum bara að reyna það og ef það gengur eftir þá geri ég ráð fyrir að við förum upp. En núna einbeitum við okkur bara að næsta leik og leggjum allt í hann, það er ÍR í bikarnum og nú förum við að stúdera það og safna kröftum og tökum þann leik virkilega alvarlega. Það verður erfiður leikur heima og eftir það fáum við HK í heimsókn sem er eitt af toppliðunum þannig það verður hörkuslagur," sagði Donni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner