Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 11. maí 2022 23:04
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: Hefðum getað skorað fleiri mörk en mér er alveg sama
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur með 1-0 útisigur gegn Fylki í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Ég er rosa ánægður með sigurinn og að halda hreinu á móti Fylki á þeirra heimavelli, virkilega sterkt. Við vorum þéttar allan leikinn og skiluðum mjög góðu varnarframlagi allan tímann sem ég er mjög stoltur af. Mjög ánægður með leikmennina heilt yfir í dag, hefðum getað skorað fleiri mörk líka en mér er alveg sama, 1-0 er fínt."

Mark Tindastóls kom eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks en liðið fékk margar hornspyrnur í leiknum. 

„Við erum mjög sterkar í föstum leikatriðum og við leggjum mikið upp úr því og það er heldur betur að tikka inn, við erum búnar að skora úr tveimur föstum leikatriðum í tveimur fyrstu leikjunum og það skiptir gríðarlegu máli, þetta eru mikilvæg atriði leiksins og gott að nýta þau."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Donni vildi ekki gefa upp að stefnan væri sett beint upp aftur en ef þeim tekst að vinna alla leiki þá gerir hann ráð fyrir að það takist.

„Við stefnum náttúrulega bara á að vinna alla leiki eins og öll liðin gera, geri ég ráð fyrir og ég vona þeirra vegna. Þannig við ætlum bara að reyna það og ef það gengur eftir þá geri ég ráð fyrir að við förum upp. En núna einbeitum við okkur bara að næsta leik og leggjum allt í hann, það er ÍR í bikarnum og nú förum við að stúdera það og safna kröftum og tökum þann leik virkilega alvarlega. Það verður erfiður leikur heima og eftir það fáum við HK í heimsókn sem er eitt af toppliðunum þannig það verður hörkuslagur," sagði Donni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner