Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 11. maí 2022 23:04
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: Hefðum getað skorað fleiri mörk en mér er alveg sama
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur með 1-0 útisigur gegn Fylki í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Ég er rosa ánægður með sigurinn og að halda hreinu á móti Fylki á þeirra heimavelli, virkilega sterkt. Við vorum þéttar allan leikinn og skiluðum mjög góðu varnarframlagi allan tímann sem ég er mjög stoltur af. Mjög ánægður með leikmennina heilt yfir í dag, hefðum getað skorað fleiri mörk líka en mér er alveg sama, 1-0 er fínt."

Mark Tindastóls kom eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks en liðið fékk margar hornspyrnur í leiknum. 

„Við erum mjög sterkar í föstum leikatriðum og við leggjum mikið upp úr því og það er heldur betur að tikka inn, við erum búnar að skora úr tveimur föstum leikatriðum í tveimur fyrstu leikjunum og það skiptir gríðarlegu máli, þetta eru mikilvæg atriði leiksins og gott að nýta þau."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Donni vildi ekki gefa upp að stefnan væri sett beint upp aftur en ef þeim tekst að vinna alla leiki þá gerir hann ráð fyrir að það takist.

„Við stefnum náttúrulega bara á að vinna alla leiki eins og öll liðin gera, geri ég ráð fyrir og ég vona þeirra vegna. Þannig við ætlum bara að reyna það og ef það gengur eftir þá geri ég ráð fyrir að við förum upp. En núna einbeitum við okkur bara að næsta leik og leggjum allt í hann, það er ÍR í bikarnum og nú förum við að stúdera það og safna kröftum og tökum þann leik virkilega alvarlega. Það verður erfiður leikur heima og eftir það fáum við HK í heimsókn sem er eitt af toppliðunum þannig það verður hörkuslagur," sagði Donni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner