Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 11. maí 2022 23:04
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Donni: Hefðum getað skorað fleiri mörk en mér er alveg sama
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson (Donni), þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var að vonum sáttur með 1-0 útisigur gegn Fylki í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Ég er rosa ánægður með sigurinn og að halda hreinu á móti Fylki á þeirra heimavelli, virkilega sterkt. Við vorum þéttar allan leikinn og skiluðum mjög góðu varnarframlagi allan tímann sem ég er mjög stoltur af. Mjög ánægður með leikmennina heilt yfir í dag, hefðum getað skorað fleiri mörk líka en mér er alveg sama, 1-0 er fínt."

Mark Tindastóls kom eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks en liðið fékk margar hornspyrnur í leiknum. 

„Við erum mjög sterkar í föstum leikatriðum og við leggjum mikið upp úr því og það er heldur betur að tikka inn, við erum búnar að skora úr tveimur föstum leikatriðum í tveimur fyrstu leikjunum og það skiptir gríðarlegu máli, þetta eru mikilvæg atriði leiksins og gott að nýta þau."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Tindastóll er með fullt hús stiga eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Donni vildi ekki gefa upp að stefnan væri sett beint upp aftur en ef þeim tekst að vinna alla leiki þá gerir hann ráð fyrir að það takist.

„Við stefnum náttúrulega bara á að vinna alla leiki eins og öll liðin gera, geri ég ráð fyrir og ég vona þeirra vegna. Þannig við ætlum bara að reyna það og ef það gengur eftir þá geri ég ráð fyrir að við förum upp. En núna einbeitum við okkur bara að næsta leik og leggjum allt í hann, það er ÍR í bikarnum og nú förum við að stúdera það og safna kröftum og tökum þann leik virkilega alvarlega. Það verður erfiður leikur heima og eftir það fáum við HK í heimsókn sem er eitt af toppliðunum þannig það verður hörkuslagur," sagði Donni.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner