Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   mið 11. maí 2022 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Guardiola treystir frekar á Fernandinho
Ake byrjar á bekknum.
Ake byrjar á bekknum.
Mynd: EPA
Fernandinho leikur í miðverði.
Fernandinho leikur í miðverði.
Mynd: EPA
Lukaku hefur átt erfitt tímabil en hann byrjar í kvöld.
Lukaku hefur átt erfitt tímabil en hann byrjar í kvöld.
Mynd: EPA
Það eru alls fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City getur náð þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Úlfunum á heimavelli. City á þrjá leiki eftir og Liverpool tvo.

Miðvörðurinn Ruben Dias meiddist aftan í læri og mun missa af síðustu þremur leikjum City á tímabilinu. Þá mun John Stones heldur ekki spila meira á tímabilinu. Fernandinho leysir því stöðu miðvarðar í dag en hann spilar vanalega á miðsvæðinu. Pep Guardiola treystir honum frekar í þetta verkefni en Nathan Ake, sem er náttúrulegur miðvörður. Ake er á bekknum.

Jack Grealish og Phil Foden byrja á bekknum hjá Man City í Wolverhampton í kvöld.

Byrjunarlið Wolves: Sa, Boly, Coady, Chiquinho, Jonny, Dendoncker, Ruben Neves, Joao Moutinho, Ait-Nouri, Jimenez, Pedro Neto.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Fernandinho, Laporte, Zinchenko, Rodri, Gundogan, Silva, Sterling, De Bruyne, Foden.

Leeds mætir þá Chelsea á Elland Road. Chelsea hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og Leeds þarf að fá stig í baráttunni sinni gegn falldraugnum. Romelu Lukaku byrjar áfram hjá Chelsea en engar áhættur eru teknar með N'Golo Kante sem er tæpur.

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Cooper, Koch, Llorente, Struijk, Phillips, Bate, Raphinha, Harrison, Rodrigo, James.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Chalobah, Christensen, Rudiger, James, Jorginho, Kovacic, Alonso, Mount, Lukaku, Pulisic.

Watford spilar við Everton, sem er einnig að berjast fyrir lífi sínu. Það eru mikil meiðslavandræði í gangi hjá Watford, sem er fallið úr deildinni og gæti liðið svo sannarlega verið sterkara en það er í kvöld. Nýtir Everton sér það?

Byrjunarlið Watford: Foster, Ngakia, Kabasele, Samir, Masina, Kalu, Sissoko, Sema, Gosling, Kayembe, Pedro.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Mykolenko, Holgate, Keane, Coleman, Gordon, Delph, Doucoure, Iwobi, Richarlison, Gray.

Svo mætast Leicester og Norwich. Þar er ekki mikið undir. Leicester er um miðja deild og Norwich er fallið.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Justin, Evans, Amartey, Castagne, Tielemans, Dewsbury-Hall, Barnes, Maddison, Lookman, Vardy.

Byrjunarlið Norwich: Gunn, Aarons, Hanley, Giannoulis, Byram, Gilmour, Rashica, Lees-Melou, Rupp, Pukki, Springett.

Leikir kvöldsins:
18:30 Leeds - Chelsea
18:45 Leicester - Norwich
18:45 Watford - Everton
19:15 Wolves - Man City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner