Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óvissa hjá Henderson - Tottenham leiðir kappið um Toney
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman helsta slúður dagsins og sett saman í pakka. Leikmenn á borð við Jordan Henderson, Bruno Guimaraes, Kylian Mbappe og Mason Greenwood koma við sögu ásamt þjálfurum á borð við Arne Slot og Hansi Flick.


Framtíð Jordan Henderson, 33, hjá Ajax er í hættu eftir að félaginu mistókst að næla sér í meistaradeildarsæti annað tímabilið í röð. (Athletic)

Paris Saint-Germain hefur ekki áhuga á að kaupa Bruno Guimaraes, 26 ára miðjumann Newcastle. Guimaraes hefur verið algjör lykilmaður hjá Newcastle og er eftirsóttur af ýmsum félögum. (Daily Mail)

Arne Slot mun flytja í sama hús og Jürgen Klopp hefur búið í síðustu árin þegar hann tekur við Liverpool í sumar. (Mirror)

Hinn 24 ára gamli Mohamed Amoura gæti verið fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir á stjórnartíð Slot. Hann er öflugur sóknarleikmaður frá Union Saint-Gilloise í Belgíu. (Teamtalk)

FC Bayern er í viðræðum við Hansi Flick um að taka við félaginu á ný eftir að Thomas Tuchel fer í sumar. (Sky Germany)

Kylian Mbappé, 25, verður launahæsti leikmaður Real Madrid þegar hann skiptir til félagsins í sumar. (RMCSport)

PSG sparar sér himinháa upphæð, um 220 milljónir evra, þegar Mbappe yfirgefur félagið, þrátt fyrir að hann fari á frjálsri sölu. (Sky Sports)

Inter Miami, St. Louis City og Al-Nassr hafa öll áhuga á að krækja í þýska reynsluboltann Marco Reus, 34, þegar samningur hans við Borussia Dortmund rennur út í sumar. (Sky Germany)

Juventus vill styrkja sóknarlínuna sína og fylgist félagið náið með Mason Greenwood hjá Getafe, Joshua Zirkzee hjá Bologna og Alvaro Morata hjá Atlético Madrid. (Gazzetta)

Sofyan Amrabat, 27, verður ekki áfram hjá Manchester United þegar lánssamningur hans við félagið rennur út í sumar. AC Milan hefur áhuga á að krækja í Amrabat frá Fiorentina. (Tuttosport)

Barcelona er í samningsviðræðum við hinn bráðefnilega Marc Casado, sem er 20 ára gamall. (Fabrizio Romano)

Barca hefur mikinn áhuga á miðjumanninum Martin Zubimendi, sem er meðal annars eftirsóttur af Arsenal og Juventus, en gæti lent í erfiðleikum í kaupferlinu. (Mundo Deportivo)

Skoski bakvörðurinn Kieran Tierney, 26, segist ekki búast við að spila aftur fyrir Arsenal á ferlinum. Hann hefur verið að gera fína hluti á láni hjá Real Sociedad á tímabilinu, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal. (Athletic)

Tottenham leiðir kapphlaupið um Ivan Toney, 28 ára framherja Brentford. 50 milljónir punda nægja til að ganga frá kaupunum. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner