Napoli 2 - 2 Genoa
1-0 Romelu Lukaku ('15)
1-1 Alex Meret, sjálfsmark ('32)
2-1 Giacomo Raspadori ('64)
2-2 Johan Vasquez ('84)
1-0 Romelu Lukaku ('15)
1-1 Alex Meret, sjálfsmark ('32)
2-1 Giacomo Raspadori ('64)
2-2 Johan Vasquez ('84)
Topplið Napoli tók á móti Genoa í lokaleik dagsins í ítalska boltanum og gat endurheimt þriggja stiga forystu í titilbaráttunni með sigri.
Lærisveinar Antonio Conte höfðu unnið fjóra leiki í röð fyrir leik kvöldsins og tóku forystuna eftir stundarfjórðung þegar Romelu Lukaku skoraði eftir frábæra stungusendingu frá Scott McTominay.
Napoli var hættulegra liðið í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik en gestunum frá Genúa tókst að jafna þegar Alex Meret markvörður Napoli réði ekki við skalla frá Honest Ahanor.
Meret fær markið skráð sem sjálfsmark þar sem hann varði skallann í stöngina og fékk boltann svo aftur í sig áður en hann endaði í netinu.
Lærisveinar Conte skiptu um gír í seinni hálfleik og voru vaðandi í færum, en Svisslendingurinn Benjamin Siegrist átti stórleik á milli stanga gestanna. Giacomo Raspadori tókst þó að taka forystuna á nýjan leik á 64. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá McTominay.
Napoli komst nálægt því að bæta þriðja markinu við til að innsigla sigurinn en tókst ekki. Þess í stað tókst Genoa að jafna með einu af örfáum marktækifærum sínum í síðari hálfleik, þegar miðvörðurinn Johan Vásquez hafði betur í loftinu gegn tveimur leikmönnum Napoli og stangaði góða fyrirgjöf í netið.
Napoli tókst ekki að gera sigurmark á lokamínútunum svo lokatölur urðu 2-2. Svekkjandi jafntefli fyrir toppliðið.
Napoli er með eins stigs forystu á Inter þegar tvær umferðir eru eftir af titilbaráttunni. Napoli á eftir að spila við fallbaráttulið Parma og Cagliari á meðan Inter bíða talsvert erfiðari leikir gegn Lazio og Como.
Inter er með betri markatölu en hún skiptir engu máli. Ef liðin enda jöfn á stigum verður spilaður sérstakur úrslitaleikur til að úrskurða um sigurvegara.
Athugasemdir