Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 11. september 2022 17:26
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins um sumarið: Ég er ekki sáttur, stjórnin er ekki sátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann Stjörnuna 3-1 í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Það er bara mikill léttir, ég er mjög ánægður með þennan sigur. Okkur hefur gengið erfiðlega með Stjörnuna hér á KR vellinum undanfarin ár og þeir eru að koma af smá taphrinu. Við byrjum af krafti og skorum 2 mörk snemma og erum mjög góðir fyrstu 25-30 mínúturnar. Í stöðunni 2-0 þá kannski fóru þeir að taka meiri sénsa og þrýsta okkur aðeins til baka og við náðum ekki alveg að leysa varnarleikinn nægilega vel en við vörðum samt markið okkar vel. Mér fannst þeir komast full hátt á völlinn með marga menn en eins og ég segi 2-0 í hálfleik var bara mjög gott."

KR-ingar eru núna öruggir í efri hlutanum eftir sigurinn í dag en það er frekar mikið stigabil milli þeirra og evrópusætunum.

„Við viljum reyna að klifra upp töfluna. Nú erum við í 5. sæti og viljum reyna komast þá bara næst í fjórða, sjá hvort að það sé hægt og svo skoðum við stöðuna þegar við komumst þangað, ef við komumst þangað en fyrst og fremst að vera meðal bestu liðana í deildinni og fá að spila einn leik við þau aftur og reyna að hafa einhver áhrif á þessa keppni. Við erum búnir að vera svona full daprir í sumar heilt yfir. Eins og við höfum átt góða kafla inn á milli þá hefur heildarbragurinn á okkur ekki búinn að vera í lagi og við viljum reyna enda þetta allaveg vel og sýna fólki með alla okkar leikmenn heila sem að eru 95 % af þeim núna heilir. Fyrsta skipti í sumar sem ég hef eitthvað val á leikmannahópi. Þá held ég að við getum orðið sterkari núna í restina."

Það hefur verið umræða í fjölmiðlum að það ætti að vera meiri pressa á starfinu hans Rúnars en KR hefur ekki náð þeim úrslitum sem þeir ætla sér frá sínu liði.

„Þetta hefur engin áhrif á mér en það má alltaf vera pressa á mér sem þjálfari KR ekki spurning en ég held að menn verði aðeins að horfa í stöðuna. Ég meina Stefán Árni er ekki búinn að spila mikið á þessu keppnistímabili. Finnur Tómas er ekki búinn að spila mikið, Arnór Svenn ekki spilað mikið, Kristján Flóki er ekki byrjaður að spila, Kristinn Jónsson er búinn að missa af. Allir þessi leikmenn sem ég er búinn að nefna eru búnir að missa af 8-10 leikjum af Íslandsmótinu og af þeim ef þú horfir á Íslandsmeistara liðið 2019 með Kennie, Kristin Jónsson, Arnór Svein og Finn Tómas í vörninni. Ég hef ekki ennþá getað stillt upp þeirri vörn í sumar. Þannig að þetta segir ýmislegt um hvernig þetta er búið að vera hjá okkur þannig að það er kannski mín afsökun en engu að síður þá er ég ekki sáttur, stjórnin er ekki sátt og ég skil það vel að fullt af fólki er ósátt við það að við séum ekki hærra á töflunni en það hefur allt sitt skýringar en menn kannski hafa unnið sér inn eitthvað á ferlinum í þessu félagi til þess að geta staðið af sér einn lítinn storm."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner